Sprengingar, bergkleyfun og múrbrot

Snorri ehf. notar bergkleyfniefni til að kljúfa klöpp í stað hefðbundinna sprenginga eða fleygunar. Með því að nota bergkleyfniefni er hægt að lágmarka bæði hávaða og titring af aðgerðinni og þar með þau óþægindi sem nágrannar og nárumhverfi verða fyrir meðan á framkvæmdum stendur. Þá er hægt að nota aðferðirnar ansi nálægt húsum án þess að setja burðarkerfi húsa í hættu á meðan verkinu stendur. Hægt er að nota víbringsmæla til að mæla titring frá framkvæmdunum. Þessi aðferð hefur verið notuð með góðum árangri erlendis þegar verið er að reisa byggingar í grónum hverfum og þétta byggð.

Við framkvæmum við einnig hefðbundið múrbrot og boranir með sömu aðferðum og tækjum.