Verkefni

  • Mælt út fyrir staðsetningu gáma og malbik sagað

Kvistavellir 66-72 – raðhús (2018 – 2020)

Kvistavellir 66 – 72 voru byggðir af Snorra ehf. á árunum 2018 – 2020. Húsin eru viðhaldslétt álklædd timburhús með innbyggðum bílskúr. Húsin eru klædd brúnleitum álskífum á þrjá vegu og er með læstri álklæðningu á þaki úr sama lit. Framhlið er klædd að hluta með standandi harðviðarklæðningu. Gluggar eru úr timbri með gráum állistum að utanverðu en hvítir að innanverðu. Þakrennur og niðurföll eru samlit klæðningu.


Suðurgata 121 – djúpgámar (2019)

  • Mælt út fyrir staðsetningu gáma og malbik sagað

Snorri ehf. hefur notað bergkleyfniefni til að taka holur fyrir djúpgáma. Á Suðurgötu 121 voru djúpgámar settir niður á bílastæði ekki svo langt frá húsinu og því nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Hæsta mælda gildi titrings var 3,85 mm/s en mörk frá Reykjavíkurborg eru 10 mm/s við lóðamörk nærliggjandi lóða svo titringur frá framkvæmdinni var langt innan marka.